Guðmundur: Höfum æft stíft Elvar Geir Magnússon skrifar 16. júlí 2008 17:45 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans. Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur." Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18