Philadelphia burstaði Detroit - Phoenix í vondum málum 26. apríl 2008 08:30 Samuel Dalembert fór mikinn í nótt NordcPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins