Fótbolti

Óvissa um Sverri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson, fyrrum leikmaður FH.
Sverrir Garðarsson, fyrrum leikmaður FH. Mynd/E. Stefán
Sverrir Garðarsson verður frá næstu þrjár vikurnar, að minnsta kosti, vegna meiðsla í öxl.

Eftir tvær vikur þarf að ákveða hvort hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Ef það reynist raunin verður hann frá í tvo mánuði og spilar því ekki meira með sænska úrvalsdeildarliðinu GIF Sundsvall á tímabilinu.

Sverrir hitti sérfræðing í vikunni vegna meiðsla sinna. Hann hefur misst af síðustu leikjum Sundsvall vegna þeirra.

Sundsvall er í næstneðsta sæti deildarinnar með sautján stig, rétt eins og Gefle sem er í næsta sæti fyrir ofan.

Tvö lið falla úr deildinni og liðið í þriðja neðsta sæti þarf að spila við lið úr B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×