Á að svíkja í húsnæðismálum? Ögmundur Jónasson skrifar 1. september 2008 10:36 Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar