Körfubolti

Bynum í hnéuppskurð

NordcPhotos/GettyImages

Miðherjinn Andrew Bynum hjá LA Lakers fer í uppskurð á miðvikudaginn vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í janúar. Bynum átti upphaflega að byrja að spila eftir 8-12 vikur, en hefur ekki náð sér eins og vonir stóðu til.

Bynum átti stóran þátt í velgengni Lakers í vetur, en liðið hefur spjarað sig vel án hans síðan Spánverjinn Pau Gasol gekk í raðir þess í febrúar.

Lakers-liðið er komið í úrslit Vesturdeildar í fyrsta skipti síðan árið 2004 og mætir þar annað hvort New Orleans eða San Antonio, en þessi lið mætast í hreinum úrslitaleik klukkan hálfeitt í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×