Orðinn leiður á að vera alltaf einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2008 17:54 Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma. Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01
„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51