Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki 10. nóvember 2008 15:35 Benedikt Guðmundsson Mynd/Stefán KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu. Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira