Íbúðalánasjóður 15. apríl 2008 11:04 Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun
Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER.