Hamilton fremstur á ráslínu í Japan 11. október 2008 06:11 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í nótt, en Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen koma honum næstir. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan
Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira