Real Madrid kjöldró Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 21:53 Leikmenn Real Madrid fagna fyrsta marki kvöldsins. Nordic Photos / AFP Real Madrid vann 4-1 stórsigur á Barcelona á heimavelli sínum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola að vera skipt út af á 24. mínútu leiksins. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í fjarveru Deco en eftir að Real Madrid komst í 2-0 með mörkum Raul og Arjen Robben ákvað Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, að skipta Giovani Dos Santos inn á kostnað Eiðs Smára. Í síðari hálfleik skoruðu varamennirnir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy fyrir Real Madrid aðeins tveimur mínútum eftir að þeir komu inn á. Thierry Henry náði svo að minnka muninn á 87. mínútu með laglegu skoti eftir sendingu Lionel Messi sem virtist einn vera klár í slaginn í kvöld. Aðrir leikmenn Barcelona voru langt frá sínu besta. Leikmenn Real Madrid léku við hvern sinn fingur í kvöld og nutu því að fagna Spánarmeistaratitlinum sem þeir tryggðu sér um síðustu helgi með því að pakka saman erkifjendunum í Barcelona. Tvær umferðir eru eftir í deildinni og er Real Madrid nú með sautján stiga forskot á Börsunga sem er í þriðja sæti. Villarreal er í öðru sæti, tíu stigum á eftir Real Madrid. Valencia fór fyrr í kvöld langt með að tryggja sæti sitt í deildinni með 2-0 sigri á Real Zaragosa sem á enn í harðri fallbaráttu. Real Murcia og Levante eru þegar fallin en þrjú stig skilja að liðin fjögur í 15.-18. sæti. Þau eru Valladolid (43 stig), Zaragoza (41), Recreativo (40) og Osasuna (40).Úrslit annarra leikja: Real Betis - Valladolid 1-1 Deportivo - Levante 1-0 Getafe - Almeria 4-2 Mallorca - Osasuna 2-1 Real Murcia - Athletic 1-2 Recreativo - Villarreal 0-2 Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira
Real Madrid vann 4-1 stórsigur á Barcelona á heimavelli sínum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola að vera skipt út af á 24. mínútu leiksins. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í fjarveru Deco en eftir að Real Madrid komst í 2-0 með mörkum Raul og Arjen Robben ákvað Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, að skipta Giovani Dos Santos inn á kostnað Eiðs Smára. Í síðari hálfleik skoruðu varamennirnir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy fyrir Real Madrid aðeins tveimur mínútum eftir að þeir komu inn á. Thierry Henry náði svo að minnka muninn á 87. mínútu með laglegu skoti eftir sendingu Lionel Messi sem virtist einn vera klár í slaginn í kvöld. Aðrir leikmenn Barcelona voru langt frá sínu besta. Leikmenn Real Madrid léku við hvern sinn fingur í kvöld og nutu því að fagna Spánarmeistaratitlinum sem þeir tryggðu sér um síðustu helgi með því að pakka saman erkifjendunum í Barcelona. Tvær umferðir eru eftir í deildinni og er Real Madrid nú með sautján stiga forskot á Börsunga sem er í þriðja sæti. Villarreal er í öðru sæti, tíu stigum á eftir Real Madrid. Valencia fór fyrr í kvöld langt með að tryggja sæti sitt í deildinni með 2-0 sigri á Real Zaragosa sem á enn í harðri fallbaráttu. Real Murcia og Levante eru þegar fallin en þrjú stig skilja að liðin fjögur í 15.-18. sæti. Þau eru Valladolid (43 stig), Zaragoza (41), Recreativo (40) og Osasuna (40).Úrslit annarra leikja: Real Betis - Valladolid 1-1 Deportivo - Levante 1-0 Getafe - Almeria 4-2 Mallorca - Osasuna 2-1 Real Murcia - Athletic 1-2 Recreativo - Villarreal 0-2
Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira