Meistaraefnin taka á móti meisturunum 19. október 2008 15:49 Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson eru helsta ástæða þess að margir spá KR titlinum í vor. Í kvöld fá þeir meistara Keflavíkur í heimsókn Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira