Fjórir fremstu stefna á sigur 28. september 2008 09:11 Fremstu menn í tímatökunni og á ráslínu í Singapúr í dag. mynd: Getty Images Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira