Bankahrunið Björn Ingi Hrafnsson skrifar 13. október 2008 07:00 Leiðtogar fimmtán Evrópuríkja sem hafa evruna sem gjaldmiðil funduðu í París um helgina. Fundarefnið var vitaskuld sú ótrúlega fjármálakreppa sem nú ríður yfir heimsbyggðina og brennir upp verðmætum með meiri hraða en áður hefur sést. Sterkustu fjármálastofnanir veraldar riða nú til falls, séu þær ekki þegar fallnar. Telji menn að ástandið einskorðist við Ísland og sé bundið misheppnaðri útrás örfárra manna, vaða þeir í villu og svíma. Breska ríkisstjórnin undirbjó þjóðnýtingu þriggja til fjögurra risastórra fjármálastofnana í nótt sem leið. Breskir fjölmiðlar eru nú að átta sig á að það veitti skammvinnan yl að ráðast að Íslandi og íslenskum bönkum; þeirra eigin bankar falla nú hver um annan þveran. Stóryrtar yfirlýsingar og beiting hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum þar í landi hafa vakið furðu víðar en hér á landi og niðurstaðan er minnkandi traust í garð breska fjármálakerfisins, gengisfall pundsins og flótti erlends fjármagns frá landinu. Breskur almenningur tekur út sparifé sitt í stórum stíl, fyrirtæki halda að sér höndum. Það vill enginn lenda í sömu reynslu og Íslendingar, að góðar eignir eins fyrirtækis eins og Kaupþings séu frystar eða keyrðar í greiðslustöðvun til þess að bregðast við skuldum annars fyrirtækis af sama þjóðerni, í þessu tilfelli Landsbankans og innlánsreikninganna Icesave. Þá reikninga og tilurð þeirra verður raunar að skoða alveg sérstaklega í framhaldinu. Telja verður augljóst að vandræðin vegna Icesave reikninganna hafi valdið íslenskum efnahag ómældu tjóni og álitshnekki á alþjóðavettvangi. Óútskýrt er, hvað hefur orðið um öll þau innlán og hvers vegna ekki var hugað að nægum tryggingum. Óvissan er óþolandi og henni þarf að eyða. Kaldhæðni örlaganna er að Bretar hvetji nú þjóðir heims til að taka höndum saman í þeirri viðleitni að bjarga bönkunum. Þeir höfðu ekki sömu áhyggjur þegar þeir keyrðu Kaupþing í þrot. Nú er rætt um að endurfjármagna banka í vandræðum, tryggja ný lán til allt að fimm ára í millibankaviðskiptum til að veita fjármálastofnunum nægilegt súrefni svo þær fái lifað. Sams konar aðgerðir voru til umræðu á fundi leiðtoga helstu iðnríkja heims og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Krísan er þess vegna jafn alþjóðleg og frekast getur verið. Hún er hins vegar dýpri og sársaukafyllri hér á landi fyrir margra hluta sakir. Við fórum of geyst, steyptum okkur í allt of miklar skuldir og gættum ekki nægilega að undirbyggingunni. Útrás góðra fyrirtækja, sem var mestmegnis fjármögnuð með lánsfé, reyndist hættuspil þegar lánamarkaðir lokuðust í einu vetfangi. Þá gjöldum við fyrir veikan gjaldmiðil við þessar aðstæður sem ekkert veitir skjólið fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. Sveiflurnar magnast um allan helming og er nú svo komið að ástandið í gjaldeyrismálum einkennist af höftum, skömmtun og miðstýringu eins og aftan úr fornöld. Af öllum þessum sökum er algjörlega nauðsynlegt að semja nú þegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð. Hér má ekki frekari tíma missa. Fregnir helgarinnar benda til að fleiri lönd sjái nú fram á sama hrun og einkenndi síðustu viku í íslensku viðskipta og efnahagslífi. Þau ríki munu þá fljótlega einnig leita á náðir sjóðsins. Við verðum að vera á undan, því fyrr því betra, svo við getum hafið endurreisnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Leiðtogar fimmtán Evrópuríkja sem hafa evruna sem gjaldmiðil funduðu í París um helgina. Fundarefnið var vitaskuld sú ótrúlega fjármálakreppa sem nú ríður yfir heimsbyggðina og brennir upp verðmætum með meiri hraða en áður hefur sést. Sterkustu fjármálastofnanir veraldar riða nú til falls, séu þær ekki þegar fallnar. Telji menn að ástandið einskorðist við Ísland og sé bundið misheppnaðri útrás örfárra manna, vaða þeir í villu og svíma. Breska ríkisstjórnin undirbjó þjóðnýtingu þriggja til fjögurra risastórra fjármálastofnana í nótt sem leið. Breskir fjölmiðlar eru nú að átta sig á að það veitti skammvinnan yl að ráðast að Íslandi og íslenskum bönkum; þeirra eigin bankar falla nú hver um annan þveran. Stóryrtar yfirlýsingar og beiting hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum þar í landi hafa vakið furðu víðar en hér á landi og niðurstaðan er minnkandi traust í garð breska fjármálakerfisins, gengisfall pundsins og flótti erlends fjármagns frá landinu. Breskur almenningur tekur út sparifé sitt í stórum stíl, fyrirtæki halda að sér höndum. Það vill enginn lenda í sömu reynslu og Íslendingar, að góðar eignir eins fyrirtækis eins og Kaupþings séu frystar eða keyrðar í greiðslustöðvun til þess að bregðast við skuldum annars fyrirtækis af sama þjóðerni, í þessu tilfelli Landsbankans og innlánsreikninganna Icesave. Þá reikninga og tilurð þeirra verður raunar að skoða alveg sérstaklega í framhaldinu. Telja verður augljóst að vandræðin vegna Icesave reikninganna hafi valdið íslenskum efnahag ómældu tjóni og álitshnekki á alþjóðavettvangi. Óútskýrt er, hvað hefur orðið um öll þau innlán og hvers vegna ekki var hugað að nægum tryggingum. Óvissan er óþolandi og henni þarf að eyða. Kaldhæðni örlaganna er að Bretar hvetji nú þjóðir heims til að taka höndum saman í þeirri viðleitni að bjarga bönkunum. Þeir höfðu ekki sömu áhyggjur þegar þeir keyrðu Kaupþing í þrot. Nú er rætt um að endurfjármagna banka í vandræðum, tryggja ný lán til allt að fimm ára í millibankaviðskiptum til að veita fjármálastofnunum nægilegt súrefni svo þær fái lifað. Sams konar aðgerðir voru til umræðu á fundi leiðtoga helstu iðnríkja heims og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Krísan er þess vegna jafn alþjóðleg og frekast getur verið. Hún er hins vegar dýpri og sársaukafyllri hér á landi fyrir margra hluta sakir. Við fórum of geyst, steyptum okkur í allt of miklar skuldir og gættum ekki nægilega að undirbyggingunni. Útrás góðra fyrirtækja, sem var mestmegnis fjármögnuð með lánsfé, reyndist hættuspil þegar lánamarkaðir lokuðust í einu vetfangi. Þá gjöldum við fyrir veikan gjaldmiðil við þessar aðstæður sem ekkert veitir skjólið fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. Sveiflurnar magnast um allan helming og er nú svo komið að ástandið í gjaldeyrismálum einkennist af höftum, skömmtun og miðstýringu eins og aftan úr fornöld. Af öllum þessum sökum er algjörlega nauðsynlegt að semja nú þegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð. Hér má ekki frekari tíma missa. Fregnir helgarinnar benda til að fleiri lönd sjái nú fram á sama hrun og einkenndi síðustu viku í íslensku viðskipta og efnahagslífi. Þau ríki munu þá fljótlega einnig leita á náðir sjóðsins. Við verðum að vera á undan, því fyrr því betra, svo við getum hafið endurreisnina.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun