Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar 3. desember 2025 07:03 Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun