Körfubolti

Carlisle ráðinn til Dallas fyrir helgi?

NordcPhotos/GettyImages

Miklar líkur eru taldar á því að Dallas Mavericks muni ganga frá ráðningu á þjálfaranum Rick Carlisle fyrir helgina. Hann hefur þegar átt fund með forráðamönnum Mavericks og er annar fundur bókaður fyrir helgi.

Carlisle lék á sínum tíma í fimm ár í deildinni og varð meistari með Boston Celtics árið 1986. Hann hefur sex ára reynslu sem þjálfari með Indiana og Detroit og stýrði liðum sínum í úrslitakeppnina fimm af þeim árum. Hann var kjörinn þjálfari ársins árið 2002 þegar hann var á sínu fyrsta ári með Detroit Pistons.

Hjá Dallas fengi hann það hlutverk að taka við af Avery Johnson sem var rekinn frá félaginu eftir að liðið féll út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar annað árið í röð.

Af öðrum þjálfurum í deildinni er það að frétta að Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, er nú sterklega orðaður við Chicago Bulls og er niðurstöðu í það mál að vænta á allra næstu dögum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×