Fótbolti

Ólafur Ingi lengi frá

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Ingi hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli.
Ólafur Ingi hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli.

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Helsingborg í Svíþjóð, verður frá í að minnsta kosti hálft ár en komið hefur í ljós að hann er með slitið krossband í hægra hné. 

Ólafur varð fyrir meiðslunum þegar hann var nýkominn af stað aftur eftir önnur meiðsli sem hann varð fyrir í apríl.

„Ég sleit krossband í vinstra hnénu fyrir þremur árum síðan þegar ég var að spila með Brentford á Englandi og það virðist bara vera þannig að þegar ég meiðist ,þá er það eitthvað alvarlegt. Ég hef lítið sem ekkert verið að eiga við minni máttar meiðsli á mínum ferli," sagði Ólafur Ingi í viðtali við Vísi fyrir skömmu.

„Það er ekkert annað sem kemur til greina en að koma sterkari til baka," sagði Ólafur Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×