Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt 28. nóvember 2008 15:57 Dwyane Wade er með 27,4 stig og 7,5 stoðsendingar, 5 fráköst, 2,5 stolna bolta og 1,7 varin skot að meðaltali í leik og er óðum að finna sitt gamla form eftir langvarandi meiðsli NordicPhotos/GettyImages Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð. NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð.
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira