Vettel býst ekki við öðrum sigri í Síngapúr 25. september 2008 00:13 Sebastian Vettel og Mark Webber skoðuðu brautina í Singapúr og nánasta umhverfið. Þeir verða líðsfélagar á næsta ári. mynd: kappakstur.is Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza. Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza.
Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira