Fótbolti

Rioch rekinn frá Álaborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bruce Rioch á blaðamannafundi.
Bruce Rioch á blaðamannafundi. Nordic Photos / AFP

Bruce Rioch hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Álaborg.

Álaborg tapaði fyrir Villarreal, 6-3, í Meistaradeildinni í vikunni en gengi liðsins í deildinni heima hefur verið slæmt og er liðið í næstneðsta sætinu.

„Úrslit liðsins í deildinni hafa ekki verið ásættanleg," sagði Lynge Jakobsen, yfirmaður íþróttamála hjá Álaborg. „Við hættum samstarfinu nú því við erum ekki sammála Bruce Rioch um hvernig sé best að ná hagstæðum árangri."

Rioch var ráðinn í júní síðastliðnum til sex mánaða en félagið var þegar búið að ákveða að endurnýja ekki samninginn þegar hann átti að renna út í desember næstkomandi.

Rioch er fyrrum skoskur landsliðsmaður í knattspyrnu og hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Til að mynda þjálfaði hann Arsenal tímabilið 1995-6.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×