Körfubolti

Feginn að sjá skotið fara niður

Jason Dourisseau
Jason Dourisseau Mynd/Stefán

Bandaríkjamaðurinn Jason Dourisseau var að vonum ánægður eftir að flautukarfa hans tryggði KR-ingum sigur á Grindavík í úrslitaleik Powerade bikarsins í dag.

KR hafði 98-95 sigur fyrir tilstilli þriggja stiga körfu hans um leið og lokaflautið gall, en leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda.

"Þetta hefði nú ekki átt að vera svona jafnt þarna í lokin því ég klikkaði á nokkrum auðveldum skotum, en mig langaði rosalega að vinna leikinn og ég er feginn að það tókst," sagði Dourisseu í samtali við Vísi eftir leikinn.

"Ég var opinn og ég er tilbúinn að taka svona skot ef með þarf. Ég æfi þetta á hverjum degi og ég missi ekki sjálfstraustið þó ég klikki á nokkrum skotum. Ég var bara feginn að sjá það fara niður."

Dourisseau var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með 29 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann hefur mikla trú á félögum sínum og stefnir á að verða Íslandsmeistari með KR.

"Við erum með mikla hæfileikamenn í þessu liði, en við erum alls ekki sáttir og viljum gera enn betur. Þjálfarinn gerir vel í að halda okkur á tánum. Ég hef mikla trú á þessu liði og ég veit að það sama á við um hina strákana í liðinu. Við viljum verða meistarar."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×