Fótbolti

Launin lækka hjá Íslendingunum í Brann

Ólafur Örn Bjarnason
Ólafur Örn Bjarnason Mynd/Per Wie

Roald Bruun-Hanssen, íþróttastjóri hjá Brann í Noregi, segir að launaveislunni sem staðið hefur yfir hjá liðinu undanfarin ár sé lokið.

Í samtali við Aftenposten í dag segir Bruun-Hansen að endurskoða þurfi samninga sem renna út um þarnæstu áramót og það á við um samninga Íslendinganna Ólafs Bjarnasonar, Kristjáns Sigurðssonar og Ármanns Smára Björnssonar.

"Það er betra að tala varlega um eitthvað svona, en ljóst er að launaveislunni sem staðið hefur yfir hjá félaginu er lokið. Það er ljóst að lækka verður grunnlaun en hækka þess í stað frammistöðutengd laun og bónusa. Það er eðlilegt að menn fái greitt í samræmi við árangur á knattspyrnuvellinum," sagði íþróttastjórinn í samtali við Aftenposten.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×