Handbolti

Björgvin þarf líklega í aðgerð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Björgvin í leik gegn HK.
Björgvin í leik gegn HK.

Líklegt er að Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður Stjörnunnar í N1-deildinni, þurfi að gangast undir aðgerð þar sem hann glímir nú við brjósklos.

Þetta er mikið áfall fyrir Garðabæjarliðið sem tapaði sínum fyrsta leik í deildinni fyrir Haukum en Björgvin lék meiddur í þeim leik.

„Ég er búinn að vera hjá sjúkraþjálfara í nokkrar vikur og búinn að ná að halda þessu niðri. Eftir leikinn gegn Haukum fann ég svo lítinn mátt í vinstri fæti sem er bein afleiðing af brjósklosi," sagði Björgvin við Vísi.

„Eftir það var ákveðið að ég myndi taka fulla hvíld í þrjár vikur og fara í daglega sjúkraþjálfun. Ef það gagnast ekkert þá er það bara aðgerð," sagði Björgvin en ef hann þarf í aðgerð leikur hann ekki meira á þessu ári.

„Það eru því miður yfirgnæfandi líkur á því að ég þurfi í aðgerð eins og staðan er í dag," sagði Björgvin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×