Körfubolti

NBA: Mikið í húfi í lokaumferðinni í nótt

LA Lakers verður með heimavallarréttinn fram að lokaúrslitum, en í nótt ræðst hvaða lið raðast saman í Vesturdeildinni
LA Lakers verður með heimavallarréttinn fram að lokaúrslitum, en í nótt ræðst hvaða lið raðast saman í Vesturdeildinni NordcPhotos/GettyImages

Í kvöld fara fram 14 leikir í NBA deildinni í körfubolta en hér eru á ferðinni síðustu leikirnir í deildarkeppninni. Mikið á enn eftir að skýrast varðandi uppröðun liða í úrslitakeppnina á lokakvöldinu.

Staðan er nefnilega þannig í Vesturdeildinni að svo gæti farið að Utah, Houston, San Antonio og Phoenix enduðu öll með nákvæmlega sama vinningshlutfall eftir leiki kvöldsins.

Ef til þess kemur þarf að fara í flókna útreikninga byggða á innbyrðisviðureignum og árangri innan deilda.

Það er því ljóst að mikið verður undir í kvöld þar sem San Antonio og Utah mætast til að mynd í leik sem mun ráða miklu um röðun liðanna í úrslitakeppninni.

Leikur Boston og New Jersey verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 23:30 og það er vel við hæfi að áhorfendur fái að sjá deildarmeistara Boston ljúka tímabilinu eftir einstaka leiktíð liðsins.

Þessi leikur verður svo sýndur á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×