Bayern Munchen varð í dag af mikilvægum stigum í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Gladbach.
Luca Toni og Franck Ribery komu Bayern í 2-0 og stefndi í sjötta sigur liðsins í röð, en Gladbach skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik og náði sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni.
Leverkusen og Hoffenheim eru á toppnum emð 28 stig og unnu bæði leiki sína í dag. Leverkusen er í efsta sætinu á markamun eftir 2-1 sigur á móti Schalke og kraftaverkalið Hoffenheim lagði Wolfsburg 3-2.
Bayern er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig.