Körfubolti

Charles Barkley er vitleysingur

LeBron James kærir sig ekki um að hlusta á skoðanir Charles Barkley
LeBron James kærir sig ekki um að hlusta á skoðanir Charles Barkley NordicPhotos/GettyImages

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers brást illa við ummælum Charles Barkley í sinn garð í sjónvarpsþætti á dögunum.

Barkley sagði James sýna félagi sínu Cleveland og deildinni allri vanvirðingu með því að tala um hvað hann ætlaði að gera þegar samningar hans losnuðu eftir tvö ár.

"Charles Barkley er vitleysingur. Meira hef ég ekki um málið að segja," sagði James í gær þegar hann var spurður út í gagnrýni fyrrum NBA leikmannsins.

Barkley sat á dögunum fyrir svörum í útvarpsþætti Dan Patrick á TNT og þar var hann spurður út í fjölmiðlafárið í kring um James og þann grun manna að hann muni semja við New York Knicks árið 2010.

"Ef ég væri LeBron James, myndi ég halda kjafti. Ég er mikill aðdáandi LeBron. Hann er frábær leikmaður og á allt hrós skilið, en ég er orðinn leiður á að hlusta á hvað hann ætlar að gera eftir tvö ár. Það sýnir bæði félagi hans og leiknum vanvirðingu," sagði Barkley í viðtalinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×