Græna bílabyltingin í Formúlu 1 9. október 2008 02:24 Dekk Formúlu 1 bíl í Japan um helgina verða með grænum strípum til að minna fólk á umhverfisvænni akstur. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan. Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan.
Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira