Körfubolti

Meistararnir byrjuðu á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Nordal Hafsteinsson skoraði þrettán stig fyrir Keflavík í kvöld.
Jón Nordal Hafsteinsson skoraði þrettán stig fyrir Keflavík í kvöld.

Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörn sína í kvöld með því að leggja Þór frá Akureyri þegar að fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar lauk í kvöld.

Þá gerði Tindastóll góða ferð til Stykkishólms þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á Snæfelli, 57-55. Að síðustu vann Breiðablik sigur á Skallagrími í Kópavogi, 78-66.

Keflvíkingar gerðu snemma út um leikinn í kvöld og voru með tólf stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta, 25-13. Á endanum vann Keflavík 24 stiga sigur, 94-70.

Gunnar Einarsson var stigahæstur með sautján stig hjá Keflavík en Sverrir Sverrisson skoraði fimmtán og Vilhjálmur Steinarsson fjórtán.

Cedric Isom skoraði 34 stig fyrir Þór og Óðinn Ásgeirsson fimmtán. Isom tók níu fráköst og Óðinn tíu. Aðrir leikmenn voru með sex stig eða minna.

Góður annar leikhluti skilaði blikum ellefu stiga forystu í hálfleik og að lokum tólf stiga sigur. Nemanja Sovic skoraði 26 stig fyrir Blika og Rúnar Ingi Erlingsson tólf.

Hjá Skallagrími var Sveinn Davíðsson stigahæstur með átján stig og Þorsteinn Gunnlaugsson fjórtán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×