Körfubolti

Parker er aldrei sáttur

Tony Parker hefur spilað eins og engill í upphafi leiktíðar, en San Antonio hefur ekki gengið vel
Tony Parker hefur spilað eins og engill í upphafi leiktíðar, en San Antonio hefur ekki gengið vel AFP

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs varð í vikunni fyrsti Evrópubúinn til að skora 55 stig í leik í NBA deildinni þegar hann fór fyrir liði sínu í 129-125 sigri á Minnesota í framlengdum leik.

"Það var gaman að skora 55 stig í svona jöfnum leik gerir frammistöðuna mjög eftirminnilega, en ég er aldrei ánægður. Ég veit að ég get spilað betur," sagði Parker í samtali við L´Equipe.

Parker hefur tekið meira til sín í sóknarleiknum hjá San Antonio í fjarveru Argentinumannsins Manu Ginobili og er sem stendur stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,3 stig að meðaltali í leik.

Það hefur þó ekki skilað sér í sigrum fyrir lið hans, því sigurinn á Minnesota var fyrsti sigur liðsins í fjórum leikjum. Það er ein versta byrjun í sögu félagsins sem hefur unnið fjóra meistaratitla frá árinu 1999.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×