Stjóri Hoffenheim trúir ekki eigin augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 15:46 Stuðningsmenn 1899 Hoffenheim eru kátir með sína menn. Nordic Photos / Bongarts 1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum. Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum.
Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira