Íslandsmótið í holukeppni hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær en fresta varð keppni á föstudaginn vegna veðurs.
Keppendum var raðað niður eftir styrkleika en fimm efstu menn eru allir komnir áfram í 16-manna úrslit.
Efsti maðurinn, Íslandsmeistarinn Kristján Þór Einarsson úr GKj, byrjaði á því að vinna Sigurð Odd Sigurðsson, 2/1, og svo Axel Ásgeirsson á nítjándu holu í 32-manna úrslitum. Hann hóf svo leik við Einar Long í 16-manna úrslitum í morgun.
Efstu keppendur eru sömuleiðis komnir áfram í 16-liða úrslit, til að mynda Örn Ævar Hjartarson, Hlynur Geir Hjartarson, Pétur Óskar Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson.
Efstu keppendur enn með
