Fótbolti

Veigar Páll vill gera eins og Helgi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll í leik með Stabæk.
Veigar Páll í leik með Stabæk. Mynd/Scanpix

Veigar Páll Gunnarsson man vel eftir því þegar að Helgi Sigurðsson varð bikarmeistari með Stabæk fyrir réttum áratug síðan en Helgi skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Rosenborg.

Veigar Páll er nú einn lykilmanna Stabæk sem komst í gær í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 1998.

„Ég man vel eftir því þegar ég var á Íslandi og sá í íþróttafréttunum að Helgi Sigurðsson hefði skorað tvö mörk og unnið bikarmeistaratitilinn með Stabæk. Þá hugsaði ég með mér að þetta myndi ég gjarnan vilja upplifa," segir Veigar Páll í samtali við Dagbladet í Noregi.

„Ég er rosalega ánægður og get ekki hætt að brosa. Þar sem ég kem frá landi sem er með svipaðan íbúafjölda og Stafangur er það mikil upplifun að fá að spila bikarúrslitaleik í öðru landi. Og ég veit hversu stórt mál bikarúrslitin í Noregi eru," bætti hann við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×