Körfubolti

Chicago datt í lukkupottinn

Chicago fékk fyrsta valréttinn
Chicago fékk fyrsta valréttinn NordcPhotos/GettyImages

Það verður lið Chicago Bulls sem fær fyrsta valrétt í nýliðavalinu í NBA deildinni í sumar. Í gær var dregið í nýliðalotteríinu svokallaða og þar fékk Chicago fyrsta valrétt þrátt fyrir að eiga aðeins 1,7% líkur á að hreppa hnossið.

Lotteríið fer þannig fram að liðið sem náði lélegasta árangrinum í deildinni fær flestar "lottókúlur" í drættinum og liðið sem var næst því að komast í úrslitakeppnina fæstar.

Aðeins lið Orlando Magic árið 1993 hefur fengið fyrsta valréttinn með færri kúlur í pottinum en Chicago nú.

Gert er ráð fyrir að Chicago muni nota fyrsta valréttinn til að taka annað hvort stóra framherjann Michael Beasley frá Kansas háskólanum eða leikstjórnandann Derrick Rose frá Memphis háskólanum.

Nýliðavalið fer fram í Madison Square Garden í New York þann 26. júní nk.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið fengu fyrstu valréttina í nýliðavalinu:

1. Chicago Bulls

2. Miami Heat

3. Minnesota Timberwolves

4. Seattle Supersonics

5. Memphis Grizzlies

6. New York Knicks

7. LA Clippers

8. Milwaukee Bucks

9. Charlotte Bobcats

10. New Jersey Nets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×