Ár og dagar íslenskrar tónlistar Jakob Frímann Magnússon skrifar 11. desember 2008 06:00 Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Sjá meira
Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar