Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík 1. nóvember 2008 14:08 Einar Árni var ánægður með sigurinn í Keflavík í gær "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira