Körfubolti

Samningar aðlagaðir hjá Tindastóli - kani á leiðinni

Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls.
Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls.

Samningar þeirra tveggja erlendu leikmanna sem eru á mála hjá Tindastóli hafa verið aðlagaðir. Þá er líklegt að félagið muni fá sér bandarískan leikmann.

Þetta staðfesti Halldór Halldórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi í dag.

Þeir tveir erlendu leikmenn sem eru á mála hjá Tindastóli eru báðir Evrópumenn en einn er reyndar Bandaríkjamaður með evrópskt vegabréf.

„Við erum búnir að aðlaga samninga þeirra þannig að laun þeirra eru hámörkuð í íslenskum krónum," sagði Halldór. Sama ráðstöfun var einnig gerð með erlendan þjálfara hjá félaginu sem starfar með yngri flokkum þess.

„En hver veit hvað gerist ef dollarinn fer í 200 krónur. Þá gæti vel verið að þessir menn ákveða sjálfir að fara."

Stjórnin ákvað að semja ekki við erlendan leikmann sem var til reynslu hjá félaginu. „Hann var ekki nógu góður. Þar að auki var hann ekki frá Bandaríkjunum heldur Granada og hefði orðið mjög erfitt fyrir okkur að fá vinnuleyfi fyrir hann. Það voru ástæðurnar fyrir því að við sömdum ekki við hann."

„Ég á frekar von á því að við munum fá okkur bandarískan leikmann," sagði Halldór ennfremur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×