Körfubolti

Metin féllu í Madison Square Garden

Chris Duhon var duglegur að dæla boltanum á David Lee í nótt
Chris Duhon var duglegur að dæla boltanum á David Lee í nótt NordicPhotos/GettyImages

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Duhon sló félagsmetið hjá New York þegar hann gaf 22 stoðsendingar í ótrúlegum 138-125 sigri liðsins á Golden State.

Þarna voru á ferðinni tvö sókndjörfustu lið deildarinnar og New York setti félagsmet með því að skora 82 stig í fyrri hálfleik.

David Lee setti persónulegt met þegar hann skoraði 37 stig og hirti 21 frákast hjá New York og Al Harrington skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst gegn sínum gömlu félögum.

Corey Maggette skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State, sem lék án Stephen Jackson í leiknum vegna meiðsla hans.

-Dwight Howard skoraði 32 stig og hirti 21 frákast fyrir Orlando í sigri liðsins á Indiana.

-Paul Pierce var stigahæstur með 19 stig hjá Boston þegar liðið vann sinn 8. leik í röð með því að leggja Charlotte.

-Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem stöðvaði 14 leikja taphrinu með sigri á Memphis.

Úrslitin í nótt:

Charlotte Bobcats 84 - Boston Celtics 89

Houston Rockets 103 - San Antonio Spurs 84

LA Clippers 97 - Miami Heat 96

Memphis Grizzlies 103 - Oklahoma City 111

Milwaukee Bucks 85 - Cleveland Cavaliers 97

Minnesota Timberwolves 97 - Denver Nuggets 106

New York Knicks 138 - Golden State Warriors 125

Orlando Magic 110 - Indiana Pacers 96

Sacramento Kings 78 - Dallas Mavericks 101

Utah Jazz 88 - New Jersey Nets 105

Washington Wizards 98 - Atlanta Hawks 102

Staðan í deildinni



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×