KR-ingar áttu 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2008 08:30 Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44