Ökumenn vilja úrbætur á Singapúr brautinni 26. september 2008 19:17 Ökumenn vilja láta laga ýmsa hluta Singapúr brautarinnar sem keppt verður á um helgina. Mynd: AFP Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira