Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára.
Sarah er þekkt fyrir að skrifa handbók fyrir konur sem halda við gifta menn.

Blaðamaður götublaðsins sat fyrir um Gordon þegar hann átti stefnumót við Söruh á fimm stjörnu hóteli í vikunni.
Sarah bókaði sig inn á hótelið og skömmu síðar fór hún í kynlífsverslun í nágrenninu sem ber heitið Simply Pleasure.
Þar fjárfesti hún í kynlífsörvunarefni sem kallast „poppers" eða „rush" sem er fyrrverandi hjartalyf og hefur æðavíkkandi áhrif. Kynlífsefnið er löglegt í Lundúnum.

Síðan keypti Sarah vínflöskur og snakk áður en hún lagði leið sína aftur á hótelið.
Stuttu síðar mætti Gordon á herbergið þar sem hann eyddi tæpum tveimur klukkustundum með Söruh.
Á meðan beið bílstjórinn hans á silfurlituðum BMW fyrir utan hótelið.