Viðskipti erlent

Tæplega 14.000 uppsagnir í danska byggingargeiranum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Byggingarvinnusvæði.
Byggingarvinnusvæði.

Þeir eru 13.600, starfsmenn danskra byggingarverktaka sem fengið hafa í hendur uppsagnarbréf síðastliðna sex mánuði. Ef miðað er við hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest er ljóst að stór hópur er þegar orðinn atvinnulaus en margir vinna enn uppsagnarfresti sína.

Dönsku byggingarverktakasamtökin segja yfir 8.000 þeirra sem sagt hefur verið upp faglærða iðnaðarmenn og að þrír af hverjum 10 byggingarverktökum í landinu berjist nú í bökkum vegna stöðu efnahagsmála eða sjái fram á að vera komnir í þá stöðu innan árs.

Andreas Fernstrøm hjá byggingarverktakasamtökunum segir ástandið eins konar dómínó-áhrif. Þegar einn verktaki komist í þrot og geti ekki borgað komi það niður á þeim næsta og svo koll af kolli. Hann segir nýlega könnun enn fremur hafa leitt það í ljós að helmingur danskra byggingarverktaka finni nú fyrir því að erfiðara sé að nálgast lánsfé í bönkum en áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×