Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 10:51 Alex Mashinsky, þá forstjóri Celsius, í bol sem á stendur „Bankar eru ekki vinir þínir“ árið 2021. Á endanum reyndist hann ekki vinur viðskiptavina Celsius heldur. Hann hefur játað sig sekan um að blekkja þá til að græða á þeim. Vísir/Getty Stofnandi og fyrrverandi forstjóri rafmyntafyrirtækisins Celsius, játaði sig sekan um fjársvik fyrir dómstól í New York á þriðjudag. Hann var ákærður fyrir að blekkja viðskiptavini til að fjárfesta í rafmynt sinni á sama tíma og hann seldi eigin hlut á uppsprengdu verði. Alríkissaksóknarar ákærðu Alex Mashinsky upphaflega fyrir fjársvik, samsæri og markaðsmisnotkun árið 2023, ári eftir að Celsius fór í þrot. Þeir sökuðu hann um að villa um fyrir viðskiptavinum til þess að fá þá til að fjárfesta í rafmynt fyrirtækisins og spenna upp verð rafmyntarinnar á fölskum forsendum. Mashinsky neitaði upphaflega sök en gerði síðan sátt við saksóknara. Þegar hann kom fyrir dómara á þriðjudag játaði hann sig hins vegar sekan í tveimur ákæruliðum af sjö: sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun til þess að hafa áhrif á gengi CEL-rafmyntar fyrirtækisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir dómi játaði Mashinsky meðal annars að hafa blekkt viðskiptavini Celsius með því að fullyrða ranglega í viðtali árið 2021 að fyrirtækið hefði fengið vottun frá eftirlitsaðilum fyrir fjárfestingaleið sína. Þá hefði hann heldur ekki greint frá því að hann hefði selt eigin CEL-rafmyntir. Saksóknarar segja að Mashinsky hafi hagnast persónulega um 42 milljónir dollara, jafnvirðri tæpra sex milljarða íslenskra króna, á því að selja CEL-rafmyntir á uppsprengdu verði. Viðskiptavinir hans hafi aftur á móti setið í súpunni þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. „Ég veit að það sem ég gerði var rangt og ég vil gera hvað sem ég get til þess að bæta fyrir það,“ sagði fyrrverandi forstjórinn fyrir dómi. Sáttin sem Mashinsky gerði felur það meðal annars í sér að hann fellst á að áfrýja ekki fangelsisdómi sem er þrjátíu ár eða skemmri. Þrjátíu ár eru hámarksrefsing sem liggur við brotunum tveimur sem hann játaði sig sekan um. Ákveða á refsingu hans í apríl. Rafmyntir Efnahagsbrot Bandaríkin Tengdar fréttir Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alríkissaksóknarar ákærðu Alex Mashinsky upphaflega fyrir fjársvik, samsæri og markaðsmisnotkun árið 2023, ári eftir að Celsius fór í þrot. Þeir sökuðu hann um að villa um fyrir viðskiptavinum til þess að fá þá til að fjárfesta í rafmynt fyrirtækisins og spenna upp verð rafmyntarinnar á fölskum forsendum. Mashinsky neitaði upphaflega sök en gerði síðan sátt við saksóknara. Þegar hann kom fyrir dómara á þriðjudag játaði hann sig hins vegar sekan í tveimur ákæruliðum af sjö: sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun til þess að hafa áhrif á gengi CEL-rafmyntar fyrirtækisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir dómi játaði Mashinsky meðal annars að hafa blekkt viðskiptavini Celsius með því að fullyrða ranglega í viðtali árið 2021 að fyrirtækið hefði fengið vottun frá eftirlitsaðilum fyrir fjárfestingaleið sína. Þá hefði hann heldur ekki greint frá því að hann hefði selt eigin CEL-rafmyntir. Saksóknarar segja að Mashinsky hafi hagnast persónulega um 42 milljónir dollara, jafnvirðri tæpra sex milljarða íslenskra króna, á því að selja CEL-rafmyntir á uppsprengdu verði. Viðskiptavinir hans hafi aftur á móti setið í súpunni þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. „Ég veit að það sem ég gerði var rangt og ég vil gera hvað sem ég get til þess að bæta fyrir það,“ sagði fyrrverandi forstjórinn fyrir dómi. Sáttin sem Mashinsky gerði felur það meðal annars í sér að hann fellst á að áfrýja ekki fangelsisdómi sem er þrjátíu ár eða skemmri. Þrjátíu ár eru hámarksrefsing sem liggur við brotunum tveimur sem hann játaði sig sekan um. Ákveða á refsingu hans í apríl.
Rafmyntir Efnahagsbrot Bandaríkin Tengdar fréttir Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40
Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12