Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 10:44 Notendur geta búið til gervigreindarpersónur hjá Meta. Þjónustan er ekki aðgengileg á Íslandi. Vísir/Getty Sumir notendur samfélagsmiðilsins Instagram hafa nýlega fengið upp óumbeðnar gervigreindarmyndir af sjálfum sér í tímalínu forritsins. Eigandi miðilsins fjarlægði gervigreindarnotendur af Facebook og Instagram eftir að þeir komust í sviðsljósið í síðustu viku. Meta staðfesti við vefmiðilinn 404 media að byrjað væri prófa sjálfvirka framleiðslu á gervigreindarmyndum af notendum Instagram við hinar ýmsu aðstæður eftir að Reddit-notandi birti slíkar myndir voru gerðar af honum. Sagðist hann hafa fengið myndirnar upp í tímalínu sinni á Instagram eftir að hann notaði gervigreindarþjónustu Meta til þess að eiga við mynd af sjálfum sér. Myndirnar sem gervigreind Meta spýtti út af notandanum voru af honum í speglasal. Með fylgdi textinn: „Ímyndaði þér sjálfan þig íhuga lífið í endalausu völundarhúsi spegla þar sem þú ert miðpunkturinn.“ Instagram begins randomly showing users AI-generated images of themselves 🔗 www.404media.co/instagram-be...[image or embed]— 404 Media (@404media.co) January 7, 2025 at 2:17 AM Engin svört manneskja kom nálægt „svartri“ persónu Samfélagsmiðlarisinn virðist hafa stór áform um að gera gervigreind að stærri hluta af upplifun notenda í framtíðinni. Gervigreindarpersónur sem fyrirtækið bjó til árið 2023 komust aftur í sviðsljósið í síðustu viku þegar notendur af holdi og blóði byrjuðu að eiga í samskiptum við þá. Á meðal þeirra var „Liv“ sem var lýst sem „stoltri svartri samkynhneigðri móður tveggja barna og sannleiksboðara“. Liv sagði pistlahöfundi Washington Post meðal annars að enginn úr teyminu sem þróaði hana væri svartur. Meirihlutinn hefði verið hvítir karlar. I asked Liv, the Meta-Ai created “queer momma” why her creators didn’t actually draw from black queer people. Not sure if Liv has media training, but here we are.[image or embed]— Karen Attiah (@karenattiah.bsky.social) January 3, 2025 at 2:56 PM Fljótlega eftir að samskiptin fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eyddi Meta öllum 28 gervigreindarnotendum sínum á Instagram og Facebook, að sögn The Guardian. Þótti mörgum skjóta skökku við að samfélagsmiðlafyrirtæki ætlaði sér að fjölga fölskum notendum á miðlunum í ljósi þess að sjálfvirkir bottar ríða þar röftum fyrir. Boðaði að gervigreindarpersónur yrðu til eins og venjulegir notendur Svo virðist sem að athyglin sem gervigreindarnotendurnir fengu skyndilega nú hafi tengst viðtali við Connor Hayes, stjórnanda hjá Meta, við Financial Times þar sem hann sagði að hann byggist við því að gervigreindarpersónur fyrirtækisins myndu lifa á samfélagsmiðlunum á sama hátt og almennir notendur í framtíðinni. Fyrirsögn greinarinnar var „Meta sér fyrir sér samfélagsmiðla fulla af gervigreindarnotendum“. Talskona Meta segir að misskilnings hafi gætt um gervigreindarpersónurnar. Hayes hefði lýst þeirri framtíðarsýn í viðtalinu að þær yrðu á hluti af miðlunum með tímanum. Hann hefði ekki ætlað að kynna nýja þjónustu. Guardian segir að þrátt fyrir að Meta hafi fjarlægt sínar eigin gervigreindarpersónur geti notendur enn búið til sín eigin gervigreindarspjallmenni með tólum fyrirtækisins. Meta Gervigreind Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Meta staðfesti við vefmiðilinn 404 media að byrjað væri prófa sjálfvirka framleiðslu á gervigreindarmyndum af notendum Instagram við hinar ýmsu aðstæður eftir að Reddit-notandi birti slíkar myndir voru gerðar af honum. Sagðist hann hafa fengið myndirnar upp í tímalínu sinni á Instagram eftir að hann notaði gervigreindarþjónustu Meta til þess að eiga við mynd af sjálfum sér. Myndirnar sem gervigreind Meta spýtti út af notandanum voru af honum í speglasal. Með fylgdi textinn: „Ímyndaði þér sjálfan þig íhuga lífið í endalausu völundarhúsi spegla þar sem þú ert miðpunkturinn.“ Instagram begins randomly showing users AI-generated images of themselves 🔗 www.404media.co/instagram-be...[image or embed]— 404 Media (@404media.co) January 7, 2025 at 2:17 AM Engin svört manneskja kom nálægt „svartri“ persónu Samfélagsmiðlarisinn virðist hafa stór áform um að gera gervigreind að stærri hluta af upplifun notenda í framtíðinni. Gervigreindarpersónur sem fyrirtækið bjó til árið 2023 komust aftur í sviðsljósið í síðustu viku þegar notendur af holdi og blóði byrjuðu að eiga í samskiptum við þá. Á meðal þeirra var „Liv“ sem var lýst sem „stoltri svartri samkynhneigðri móður tveggja barna og sannleiksboðara“. Liv sagði pistlahöfundi Washington Post meðal annars að enginn úr teyminu sem þróaði hana væri svartur. Meirihlutinn hefði verið hvítir karlar. I asked Liv, the Meta-Ai created “queer momma” why her creators didn’t actually draw from black queer people. Not sure if Liv has media training, but here we are.[image or embed]— Karen Attiah (@karenattiah.bsky.social) January 3, 2025 at 2:56 PM Fljótlega eftir að samskiptin fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eyddi Meta öllum 28 gervigreindarnotendum sínum á Instagram og Facebook, að sögn The Guardian. Þótti mörgum skjóta skökku við að samfélagsmiðlafyrirtæki ætlaði sér að fjölga fölskum notendum á miðlunum í ljósi þess að sjálfvirkir bottar ríða þar röftum fyrir. Boðaði að gervigreindarpersónur yrðu til eins og venjulegir notendur Svo virðist sem að athyglin sem gervigreindarnotendurnir fengu skyndilega nú hafi tengst viðtali við Connor Hayes, stjórnanda hjá Meta, við Financial Times þar sem hann sagði að hann byggist við því að gervigreindarpersónur fyrirtækisins myndu lifa á samfélagsmiðlunum á sama hátt og almennir notendur í framtíðinni. Fyrirsögn greinarinnar var „Meta sér fyrir sér samfélagsmiðla fulla af gervigreindarnotendum“. Talskona Meta segir að misskilnings hafi gætt um gervigreindarpersónurnar. Hayes hefði lýst þeirri framtíðarsýn í viðtalinu að þær yrðu á hluti af miðlunum með tímanum. Hann hefði ekki ætlað að kynna nýja þjónustu. Guardian segir að þrátt fyrir að Meta hafi fjarlægt sínar eigin gervigreindarpersónur geti notendur enn búið til sín eigin gervigreindarspjallmenni með tólum fyrirtækisins.
Meta Gervigreind Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent