Boston og Lakers leika til úrslita 31. maí 2008 04:50 Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira