Bessastaðaráðdeildin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 25. júlí 2008 06:00 Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi. Það er gömul saga og ný að laun heimsins eru oft vanþakklæti. Engu að síður verður forsetinn að horfast í augu við að lítillæti hans og tregða til að trana sér hefur bakað honum óvinsældir, valdið misskilningi og gert að verkum að mörg af hans afrekum hafa fram að þessu legið í þagnargildi. Til dæmis var ekki fyrr en nú nýlega sem Ólafur Ragnar gekkst almennilega við því - með semingi þó - að hafa komið myndarlega að Þjóðarsáttinni árið 1990. Það var líka ekki fyrr en á þessu ári sem harðsnúið fréttateymi CNN náði að veiða það upp úr forsetanum að hann fann upp hitaveituna. því þarf ekki að koma á óvart að nú þegar harðnar á dalnum, og ráðherrar skora á alþýðuna að sýna aðhald meðan þeir sjálfir halda áfram að kýla vömbina, tekur gamli sósíalistinn á Bessastöðum sig til og boðar drottningu hagnýtra húsráða á blint stefnumót við frægustu eyðsluklær landsins. Þeir sem kvarta yfir að þetta kvöld hafi slektið borðað dýrar krásir á kostnað skattgreiðenda geta huggað sig við að án efa voru afgangar á boðstólum þetta kvöld; fiskibollur frá því kvöldið áður, sem Marta hefur poppað upp með tómatmauki, hvítlauk og stöppuðum kartöflum. Að kvöldverði loknum hefur hún væntanlega tekið til óspilltra málanna við að kenna Jóni Ásgeiri, Ólafi Jóhanni og Björgólfi Thor að búa til jólaskraut úr vírherðartrjám og eggjabökkum ásamt nokkrum undirstöðuatriðum í bútasaum. Ef einhver þarf að læra að spara eru það þessir menn. Eftir að hafa stuðlað að lífsstílsbyltingu að ofan kemur það nú í hlut forseta Íslands að hrinda af stað lýðræðisvæðingu í Kína. Ekki er hægt að hugsa sér heppilegri vettvang en Ólympíuleikana. „Óttist eigi," sagði Jóhannes Páll II. páfi á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Áratug síðar voru Sovétríkin öll. Nú er röðin komin að Ólafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi. Það er gömul saga og ný að laun heimsins eru oft vanþakklæti. Engu að síður verður forsetinn að horfast í augu við að lítillæti hans og tregða til að trana sér hefur bakað honum óvinsældir, valdið misskilningi og gert að verkum að mörg af hans afrekum hafa fram að þessu legið í þagnargildi. Til dæmis var ekki fyrr en nú nýlega sem Ólafur Ragnar gekkst almennilega við því - með semingi þó - að hafa komið myndarlega að Þjóðarsáttinni árið 1990. Það var líka ekki fyrr en á þessu ári sem harðsnúið fréttateymi CNN náði að veiða það upp úr forsetanum að hann fann upp hitaveituna. því þarf ekki að koma á óvart að nú þegar harðnar á dalnum, og ráðherrar skora á alþýðuna að sýna aðhald meðan þeir sjálfir halda áfram að kýla vömbina, tekur gamli sósíalistinn á Bessastöðum sig til og boðar drottningu hagnýtra húsráða á blint stefnumót við frægustu eyðsluklær landsins. Þeir sem kvarta yfir að þetta kvöld hafi slektið borðað dýrar krásir á kostnað skattgreiðenda geta huggað sig við að án efa voru afgangar á boðstólum þetta kvöld; fiskibollur frá því kvöldið áður, sem Marta hefur poppað upp með tómatmauki, hvítlauk og stöppuðum kartöflum. Að kvöldverði loknum hefur hún væntanlega tekið til óspilltra málanna við að kenna Jóni Ásgeiri, Ólafi Jóhanni og Björgólfi Thor að búa til jólaskraut úr vírherðartrjám og eggjabökkum ásamt nokkrum undirstöðuatriðum í bútasaum. Ef einhver þarf að læra að spara eru það þessir menn. Eftir að hafa stuðlað að lífsstílsbyltingu að ofan kemur það nú í hlut forseta Íslands að hrinda af stað lýðræðisvæðingu í Kína. Ekki er hægt að hugsa sér heppilegri vettvang en Ólympíuleikana. „Óttist eigi," sagði Jóhannes Páll II. páfi á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Áratug síðar voru Sovétríkin öll. Nú er röðin komin að Ólafi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun