Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 14:10 Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan. Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu. Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu.
Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira