Körfubolti

Grindvíkingar stefna á titilinn

Friðrik Ragnarsson
Friðrik Ragnarsson Mynd/Daníel
"Við gerum þá kröfu á okkur að vinna titil í vetur. Allt annað yrði bara vonbrigði fyrir okkur," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi í dag. Hans mönnum er spáð öðru sæti í Iceland Express deildinni.

"Við erum með gríðarlega vel mannað lið, en á sama tíma er KR líklega með sitt besta lið nokkru sinni. Það er ekkert óraunhæft að þeim sé spáð titlinum, en ég tel okkur ekki með síðra lið en þeir á góðum degi," sagði Friðrik.

Margir vilja meina að keppnin um titilinn verði milli KR og Grindavíkur eins og spáin í dag leiddi í ljós, en Friðrik telur að fleiri lið eigi eftir að koma þar að.

"Ég hugsa að verði fjögur til fimm lið að berjast um titilinn í vetur, en það á eftir að koma í ljós hvernig liðin bregðast við því að missa útlendingana. Það kemur verr við sum þeirra en önnur og þau þurfa á margan hátt að byrja undirbúningstímabilið upp á nýtt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×