NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2008 09:15 Kobe Bryant, einbeittur á svip í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla. NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla.
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira