Körfubolti

LA Lakers stöðvaði sigurgöngu Boston

Kobe Bryant og Pau Gasol spiluðu stórt hlutverk í sigri Lakers
Kobe Bryant og Pau Gasol spiluðu stórt hlutverk í sigri Lakers

Nítján leikja sigurganga Boston Celtics í NBA deildinni tók enda í nótt þegar liðið varð að játa sig sigrað gegn Lakers í Los Angeles 92-83 í æsispennandi leik.

Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að hafa forystuna allt þar til Lakers liðið tók leikinn í sínar hendur í lokin.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 27 stig og 9 fráköst en það var Spánverjinn Pau Gasol sem innsigaði sigur liðsins með stórum körfum í lokin. 

Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston og Paul Pierce var með 20 stig og 10 fráköst. Sigurleikirnir nítján í röð hjá Boston voru félagsmet.

Cleveland vann 15. leik sinn í röð á heimavelli en þurfti að hafa mjög mikið fyrir hlutunum gegn botnliði Washington í 93-89 sigri, sem það náði ekki að innsigla fyrr en í blálokin.

Mo Williams skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James og Delonte West 18. Hjá Washington var Antawn Jamison með 28 stig og Mike James 26.

Loks mættust Portland og Dallas í Portland og þar voru það gestirnir frá Texas sem höfðu betur 102-94. 

Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas, Jason Terry 19 og Jason Kidd var með 6 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar. Brandon Roy skoraði 22 stig fyrir Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×