Körfubolti

Kevin Garnett er varnarmaður ársins í NBA

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics var í dag kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Varnarmaður ársins í fyrra, Marcus Camby hjá Denver, varð annar í kjörfinu og Shane Battier frá Houston þriðji.

Það var ekki síst fyrir tilstilli Kevin Garnett sem Boston Celtics átti mesta viðsnúning í sögu NBA deildarinnar í vetur þar sem liðið reis úr kjallara deildarinnar og í toppsætið.

Garnett skoraði tæp 19 stig að meðaltali í leik, hirti 9,2 fráköst, varði 1,2 skot og stal 1,4 boltum.

Boston vann 66 leiki í vetur og tapaði aðeins 16 og fékk aðeins á sig 90.3 stig í leik eða næst lægsta stigaskor allra liða í deildinni. Liðið fékk á sig 99,3 stig árið á undan.

Garnett fékk 493 atkvæði í kjörinu ár varnarmanni ársins, Camby var annar með 178 atkvæði og Battier 175 atkvæði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×