Körfubolti

FSu í góðri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu.
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu.

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu, segir að liðið standi mjög vel hvað varðar það umrót sem hefur átt sér stað í körfuboltahreyfingunni undanfarna daga.

Brynjar segir að einn bandarískur leikmaður sé á leið til félagsins. „En það er ódýrasta tegund af kana sem hægt er að fá. Þetta kemur því ekkert við okkur," sagði Brynjar í samtali við Vísi.

Hann sagði enn fremur að allir þeir leikmenn sem léku með liðinu væru ekki samningsbundnir. Þrír breskir leikmenn leika með FSu.

„Þessir Bretar borga sín æfingagjöld og eru í sömu stöðu og allir aðrir leikmenn. Það er enginn samningsbundinn og öllum því frjálst að fara annað. Þar að auki þjálfa ég frítt og kemur því ástandið mjög lítið við okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×